ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ RANNSÓKNAVERKEFNA
Turninn Smáratorgi 3, 201 Kópavogi, 4. hæð.
Sími 520 2800.
Opið alla virka daga frá kl 8 – 16
Upplýsingar vegna rannsóknar á mígreni
Inntöku í rannsóknina er lokið og ekki verður tekið við fleiri þátttakendum í bili.
Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna er sjálfseignarstofnun og hóf starfsemi sína fyrsta apríl 1998. Hlutverk hennar er að sjá um klínískan hluta erfðafræðirannsókna Íslenskrar erfðagreiningar fyrir þá samstarfsaðila innan íslenska heilbrigðiskerfisins sem þess óska. Starfsmenn vinna í umboði ábyrgðaraðila einstakra rannsókna að söfnun lífsýna og upplýsinga um einkenni sjúkdóma, áhættuþætti, greiningu og meðferð.
Starfsemi Þjónustumiðstöðvar rannsóknaverkefna felst meðal annars í:
- framkvæmd á klínískum hluta erfðafræðirannsókna,
- að senda kynningarbréf til væntanlegra þátttakenda,
- símtölum og viðtölum við þátttakendur,
- að senda gögn eins og spurningalista til þátttakenda,
- móttöku þátttakenda og blóðtöku,
- frágangi sýna og gagna til rannsókna,
- heimsóknum í heimahús og á stofnanir.
Þátttaka í rannsóknum felst í að undirrita samþykkisyfirlýsingu og gefa blóðsýni eða munnstrokssýni. Einnig er algengt að rannsóknir feli í sér svörun spurningalista. Nánari upplýsingar um einstök verkefni eru í kynningarbréfum.
Allir þátttakendur hafa fengið kynningarefni ásamt samþykki sent. Starfsfólk er ávallt reiðubúið að veita aðstoð og svara spurningum sem upp kunna að koma.
Við erum þakklát öllum sem tekið hafa þátt í rannsóknum okkar. Þær munu skila komandi kynslóðum mikilvægri þekkingu til að bæta greiningar, meðferðir og forvarnir við sjúkdómum.