Daglegt líf og líðan eftir COVID-19
Nú erum við að rannsaka langvinn áhrif sjúkdómsims COVID-19 og hluti af því er að leggja þennan spurningalista fyrir einstaklinga sem hafa fengið COVID-19 og einnig þá sem hafa ekki fengið sjúkdóminn. Spurt er um ýmis einkenni, hreyfingu, svefn og röskun á daglegu lífi vegna COVID-19.
Það er mikilvægt að fá svör frá sem flestum, einnig frá þeim sem eru hraustir og hafa ekki fengið sjúkdóm sem minnir á COVID-19. Það tekur um 15 mínútur að svara spurningalistanum.
Vinsamlega svaraðu samkvæmt bestu getu. Þér er frjálst að sleppa því að svara einstökum spurningum eða spurningalistanum í heild.
Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál samkvæmt reglum Persónuverndar.
Ef þú þarfnast aðstoðar eða vilt gera athugasemdir við spurningalistann veitir starfsfólk rannsóknarinnar í Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna nánari upplýsingar í síma 520-2800.