MINNI

MINNISRANNSÓKN /// Upphafssíða /// Upplýsingar vegna þátttöku /// Framkvæmd

LANGTÍMARANNSÓKN Á MINNI

Vísindarannsókn á vegum Íslenskrar erfðagreiningar og samstarfsaðila

 

Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í langtímarannsókn á minni en hefur ekki fengið bréf um þátttöku getur þú haft samband við Þjónustumiðstöð rannsókna í síma 520-2800, eða með tölvupósti. Ef þú hefur fengið bréf um þátttöku í pósti geturðu hafið þátttöku með því að fylgja leiðbeiningum hér fyrir neðan.

Skilyrði fyrir þátttöku er að lesa upplýsingarnar og samþykkið sem hér er fyrir neðan og staðfesta síðan vilja þinn með því að smella á viðeigandi hnapp neðst á síðunni.

Með því að smella á hnappinn „Ég samþykki þátttöku”, og með því að nota notendanafnið og lykilorðið sem þú hefur fengið afhent hjá Íslenskri erfðagreiningu, samþykkir þú að taka þátt í minnisprófinu og spurningalistanum. Þú getur hvenær sem er hætt þátttöku.

 

SAMÞYKKISYFIRLÝSING

VÍSINDARANNSÓKN Á VEGUM ÍE OG SAMSTARFSAÐILA

LANGTÍMARANNSÓKN Á MINNI

1. Með því að smella á hnappinn “Ég samþykki” hér að neðan staðfesti ég vilja minn til þátttöku í ofannefndri rannsókn á minni. Nota má sýni og upplýsingar frá mér til rannsókna á minnissjúkdómum hafi viðkomandi rannsóknir hlotið samþykki Persónuverndar og Vísindasiðanefndar.

2. Ég staðfesti að hafa kynnt mér upplýsingatextann hér að framan um rannsóknina þar sem m.a. eðli, tilgangur, áhætta og skilmálar þátttöku eru kynnt og að ég hafi fengið viðunandi svör við spurningum mínum hjá starfsfólki rannsóknarinnar ef og þegar ég leitaði eftir þeim.

3. Ég samþykki að nota megi til rannsóknarinnar lífsýni og upplýsingar sem frá mér stafa og aflað hefur verið vegna fyrri þátttöku minnar í rannsóknum Íslenskrar erfðagreiningar. Þá samþykki ég að sé þess þörf megi hafa við mig samband til að draga úr mér 50ml af bláæðablóði í þeim tilgangi að einangra úr því erfðaefnið (kjarnsýru/DNA) og hvítar blóðfrumur til ræktunar.

4. Ég heimila að ópersónuauðkennd sýni verði send erlendis til greiningar eða mælinga sé þess þörf vegna rannsóknanna.

5. Ég samþykki að leitað verði, með minni aðstoð eða skv. minni tilnefningu, eftir þátttöku ættingja minna í rannsókninni, sé þess þörf.

6. Ég heimila ábyrgðarmönnum rannsóknarinnar að afla upplýsinga sem nauðsynlegar eru framgangi rannsóknarinnar úr sjúkraskrám mínum.

7. Ég samþykki að hafa megi samband við mig ef þörf er frekari upplýsinga eða sýna vegna rannsóknarinnar. Jafnframt að kynna megi fyrir mér framhaldsrannsóknir eða nýjar rannsóknir sem byggjast á gögnum þessarar rannsóknar, þar með talið arfgerð minni, öðrum mældum eiginleikum á lífsýnum úr mér eða upplýsingum sem ég hef veitt.

8. Með undirskrift minni hér að neðan afsala ég mér öllum kröfum til mögulegs fjárhagslegs hagnaðar af þessum rannsóknum.

Með því að smella á viðeigandi hnapp hér að neðan staðfestir þú að hafa lesið upplýsingarnar og samþykkið hér að framan og að þú annað hvort samþykkir eða hafnir þátttöku.

[maxbutton id=”1″]

[maxbutton id=”2″]