STARFSMENN
Hjá Þjónustumiðstöð rannsóknaverkefna starfar samstilltur hópur að söfnun á heilsufarsupplýsingum og blóðsýnum í umboði ábyrgðaraðila rannsókna. Sameiginlegt markmið starfsfólks ÞR er að veita þátttakendum í rannsóknum bestu hugsanlega þjónustu og aðstoð. Hópurinn samanstendur af hjúkrunarfræðingum, lífeindafræðingum, læknum, sjúkraliðum, geislafræðingum, riturum, verkfræðingi, tæknimanni, sálfræðingum og aðstoðarfólki.